Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, er búinn að taka að sér starf hjá FIFA.
Þetta var staðfest í dag en Wenger hefur verið án starfs undanfaið ár eftir langa dvöl hjá Arsenal.
Wenger mun hjálpa til bæði í karla og kvenna flokki en starfstitillinn ber heitið – Head of global development.
Frakkinn býr yfir gríðarlegri reynslu eftir að hafa starfað hjá Arsenal í yfir 20 ár og náð árangri.
Hann reynir nú fyrir sér í glænýju starfi eftir að hafa verið orðaður við endurkomu á völlinn síðustu daga.