fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Áfall fyrir Tyrki: Tosun meiddur og spilar ekki gegn Íslandi

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 16:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Þór Sigurðsson skrifar frá Istanbúl:

Cenk Tosun, einn af lykilmönnum Tyrklands, er meiddur og mun ekki taka þátt í leiknum gegn Íslandi á morgun. Þetta kemur fram í tyrkneskum fjölmiðlum nú síðdegis.

Þetta er talsvert áfall fyrir Tyrki enda hefur Tosun skorað 16 mörk í 42 landsleikjum. Hann skoraði sigurmarkið fyrir Tyrki gegn Andorra í uppbótartíma í leik liðanna í október.

Tyrkir eru þó með aðra ágætis leikmenn sem geta vel fyllt skarð hans. Þar ber helst að nefna Burak Yilmaz, framherja Besiktas, sem er markahæstur í hópnum hjá Tyrkjum með 24 mörk í 55 landsleikjum.

Þá er óvissa með það hvort Emre Belozoglu, miðjumaðurinn reyndi og fyrirliði Tyrkja, geti tekið þátt í leiknum á morgun en hann hefur verið að glíma við meiðsli og tók ekki þátt í æfingu Tyrkja í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Jóhann Ingi fær tækifæri í Meistaradeild unglinga

Jóhann Ingi fær tækifæri í Meistaradeild unglinga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Jafntefli í Kópavogi – Stig sem gerði lítið fyrir bæði lið og ÍBV missir af efri hlutanum

Jafntefli í Kópavogi – Stig sem gerði lítið fyrir bæði lið og ÍBV missir af efri hlutanum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ryan Reynolds hjálpar ungri stúlku með krabbamein að upplifa draum sinn – Lagði inn tæpar 2 milljónir

Ryan Reynolds hjálpar ungri stúlku með krabbamein að upplifa draum sinn – Lagði inn tæpar 2 milljónir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Verður Ten Hag þjálfari Íslendings?

Verður Ten Hag þjálfari Íslendings?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina
433Sport
Í gær

Arsenal, Liverpool og United öll á eftir liðsfélaga Hákonar

Arsenal, Liverpool og United öll á eftir liðsfélaga Hákonar
433Sport
Í gær

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi