fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Kári vonast eftir kraftaverki frá Andorra – Ekki svo langsótt miðað við dramatíkina í október?

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 21:30

Frá æfingu íslenska liðsins í Istanbúl í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Þór Sigurðsson skrifar frá Istanbúl:

„Þeir eru búnir að gera mjög vel að ná fjórum stigum gegn Frökkum. Það eina í stöðunni fyrir okkur er að ná sigri gegn Tyrkjum og Moldóvu og vona að Andorra hjálpi okkur,“ sagði Kári Árnason á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Tyrkjum á morgun.

Eins og komið hefur fram verður íslenska liðið að vinna á morgun til að eiga möguleika á að tryggja sig beint í lokakeppni Evrópumótsins næsta sumar. Sigur dugar ekki einu sinni svo lengi sem Tyrkir vinna Andorra í síðasta leik sínum á útivelli á sunnudag. Tyrkir og Frakkar eru í efstu sætunum með 19 stig; Tyrkir eru ofar vegna betri árangurs í innbyrðisleikjum gegn Frökkum. Ísland er svo í þriðja sæti með 15 stig.

Fari svo að Ísland vinni Tyrkland og Moldóvu og hið ólíklega gerist að Andorra vinni Tyrki eða geri jafntefl fer Ísland beint í lokakeppnina. Andorra hefur áður velgt Tyrkjum undir uggum, en í leik liðanna á heimavelli Fenerbache í október unnu Tyrkir afar nauman sigur. Lokatölur í þeim leik voru 1-0 en Cenk Tosun, framherji Everton, skoraði sigurmarkið þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Kári sagði að Íslendingar ætluðu sér sigur á morgun, sama hvað. „Vonandi verður ekki partý í Istanbúl á morgun og við munum gera okkar besta til að tryggja að það gerist ekki. Þeir þurfa bara eitt stig og hafa tvö tækifæri til að ná í þau en við höfum eitt tækifæri til að vinna tvo leiki. Líkurnar eru á móti okkur en við höfum ekki gefist upp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Uppljóstrar um grjótharða reglu sem allir hjá KSÍ þurfa að fylgja

Uppljóstrar um grjótharða reglu sem allir hjá KSÍ þurfa að fylgja
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

„Knattspyrna kvenna á rosalegri siglingu“

„Knattspyrna kvenna á rosalegri siglingu“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Snýr aftur til PSG eftir misheppnaða lánsdvöl

Snýr aftur til PSG eftir misheppnaða lánsdvöl
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar eiga góðar minningar frá sviði morgundagsins – Myndband

Íslendingar eiga góðar minningar frá sviði morgundagsins – Myndband
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Oasis heiðraði minningu Jota á fyrstu tónleikunum í 16 ár – Sjáðu myndbandið

Oasis heiðraði minningu Jota á fyrstu tónleikunum í 16 ár – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gittens staðfestur hjá Chelsea

Gittens staðfestur hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Í gær

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Í gær

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall