fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Þjálfari Tyrkja: Allt annar leikur en í sumar – Ætla sér að gera það sem þeir hafa aldrei gert áður

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Senol Gunes, landsliðsþjálfari Tyrkja, er kokhraustur fyrir leikinn gegn Íslendingum á morgun. Tyrkjum dugar eitt stig úr leiknum til að gulltryggja sig inn í lokakeppni EM næsta sumar, en sigur í síðustu tveimur leikjunum tryggir þeim sigur í riðlinum.

„Við viljum afreka það sem við höfum aldrei gert áður. Vil viljum komast í lokakeppnina sem toppliðið í okkar riðli,“ segir Gunes í leikskrá fyrir leikinn á morgun.

Gunes bendir á að Íslendingar hafi oft reynst Tyrkjum erfiður ljár í þúfu á undanförnum árum, enda Ísland unnið þrjá leiki í röð gegn Tyrkjum.

„Eini tapleikurinn okkar í riðlinum kom gegn þeim en núna er andrúmsloftið allt annað. Það er mikill munur á aðstæðunum núna og aðstæðunum í júní,“ segir Gunes. Á hann við þá staðreynd að Tyrkir eru á heimavelli og geta umfram allt tryggt sér sæti í lokakeppni EM á morgun.

„Stærsti munurinn verður stuðningurinn frá þeim sem mæta á völlinn á morgun. Við viljum að þið sjáið sigur og upplifið saman draum tyrknesku þjóðarinnar um að komast í lokakeppni EM.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Tók tíma fyrir Hildi að jafna sig á atvikinu – Fékk góðan stuðning frá félögunum

Tók tíma fyrir Hildi að jafna sig á atvikinu – Fékk góðan stuðning frá félögunum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Íslendingar telja tæp 7 prósent á uppseldum leikvangi

Íslendingar telja tæp 7 prósent á uppseldum leikvangi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sveindís mætir góðri vinkonu sinni í kvöld – „Gott fyrir okkur ef hún spilar ekki“

Sveindís mætir góðri vinkonu sinni í kvöld – „Gott fyrir okkur ef hún spilar ekki“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Snýr aftur til PSG eftir misheppnaða lánsdvöl

Snýr aftur til PSG eftir misheppnaða lánsdvöl
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íslendingar eiga góðar minningar frá sviði morgundagsins – Myndband

Íslendingar eiga góðar minningar frá sviði morgundagsins – Myndband
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima
433Sport
Í gær

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld