Luka Modric, leikmaður Real Madrid, hefur gefið í skyn að hann vilji spila á Ítalíu – hann er reglulega orðaður við Inter Milan.
Modric er 34 ára gamall í dag en hann hefur lengi leikið með Real og íhugar stöðu sína hjá félaginu.
,,Mér líkar við Ítalíu, landið er nálægt Króatíu. Ég horfi á Serie A því það eru margir liðsfélaga mínir sem spila þar,“ sagði Modric.
,,Ítalir eru frábærir og haga sér svipað og Króatar. Við skulum sjá til hvort ég geti spilað þar einn daginn.“
,,Ég get ekki talað um það því ég er hjá Real Madrid, mér líkar að vera þar og sé framtíð mína hér.“