Frank Lampard, stjóri Chelsea, hafði alltaf trú á varnarmanninum Kurt Zouma sem spilar vel í dag.
Zouma byrjaði tímabilið brösuglega og voru margir að kalla eftir því að hann yrði settur á bekkinn.
Lampard sýndi þó leikmanninnum alltaf traust en hann var mjög eftirsóttur í sumar.
,,Hann hefur verið frábær. Ég hafði trú á Kurt, það var áhugi fyrir honum í sumar eftir gott lán hjá Everton,“ sagði Lampard.
,,Það hefur verið gott fyrir hann að fá smá stöðugleika, þó það sé fyrir meiðsli, þetta er á milli hans og Fikayo Tomori undanfarið.“