fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Eiður Smári týndi Audi bílnum sínum í Barcelona: „Enginn mundi fyrir sitt litla líf hvar þessi bíll væri“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 12:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen, einn besti knattspyrnumaður í sögu Íslands ræddi ýmsa hluti í hlaðvarpsþættinum, Fantasy​Gandalf sem Hugi Halldórsson og Ingimar Helgi stýra. Þessi magnaði leikmaður átti ótrúlegan feril.

Hugi þekkir ágætlega til Eiðs og heimsótti hann þegar hann lék með Barcelona, sökum þess gat hann rifjað upp sögu af Eiði þegar hann var í heimsókn. ,,Það er fyndið að þú skulir segja þetta, því þú varst með í þeirri ferð. Þú varst með í bílnum þegar við lögðum honum einhvers staðar,,“ sagði Eiður um söguna sem Hugi rifjaði upp.

Þá höfðu þeir félagar farið út að borða á Audi bifreið sem Eiður átti, þegar sækja átti bílinn degi síðar. Fannst hann ekki, það vissi enginn hvar bílnum hafði verið lagt. ,,Ég er rosalega slæmur í myrkvi, ég er rosalega áttavilltur oft á tíðum. Þarna var ég ekki búinn að vera lengi í Barcelona, þekkti borgina ekki inn og út. Svo keyrðum við inn í bæ og fengum okkur að borða, fengum okkur smá rauðvín með matnum.“

Að lokinni máltíð, var bílinn því skilinn eftir. ,,Bíllinn var skilinn eftir, við vorum fjórir saman og enginn okkar mundi fyrir sitt litla líf hvar þessi bíll væri.“

Eftir nokkra daga þá ákvað Eiður að senda mann sem þekkti til í borginni og hafði hjápað sér með hin ýmsu mál. ,,Hann fannst á endanum, það var einn félagi minn sem hjálpaði mér mikið. Skutla eða keyra börnin á æfingar og svona, Beto frá Brasilíu. Ég sendi hann út meðan ég var á æfingu, að finna bílinn í dagsljósi. Maður er ekki stoltastur af þessari sögu,“ sagði Eiður en Audi bifreiðin fannst á endanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Alexandra: „Þú getur rétt ímyndað þér hversu sárt þetta var“

Alexandra: „Þú getur rétt ímyndað þér hversu sárt þetta var“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina
433Sport
Í gær

Þetta er sögð ástæða þess að Ronaldo mætti ekki í útför Diogo Jota

Þetta er sögð ástæða þess að Ronaldo mætti ekki í útför Diogo Jota
433Sport
Í gær

Elvar varpar fram kenningu – Er Ólafur að máta sig við stól Þorsteins?

Elvar varpar fram kenningu – Er Ólafur að máta sig við stól Þorsteins?