Maurizio Sarri, stjóri Juventus, hefur útskýrt reiði Cristiano Ronaldo í Meistaradeildinni í gær.
Ronaldo var tekinn af velli á 82. mínútu gegn Lokomotiv Moskvu og var alls ekki ánægður á hliðarlínunni.
Það tengdist skiptingunni þó ekki neitt að sögn Sarri sem segir að Portúgalinn hafi verið smávægilega meiddur.
,,Ronaldo var reiður því honum leið ekki svo vel, hann var í vandræðum með hnéð fyrir nokkrum dögum og ég vildi taka hann af velli,“ sagði Sarri.
Skiptingin virðist hafa skilað sér en Juventus vann 2-1 sigur með marki á 93. mínútu leiksins.