Stuðningsmenn Chelsea fengu gagnrýni í gær eftir leik liðsins við Ajax í Meistaradeildinni.
Leikið var á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea, en margir fengu nóg snemma í seinni hálfleik.
Chelsea var að tapa 1-4 fyrir Ajax á einum tímapunkti en kom til baka og endaði leikurinn 4-4.
Það eru margir sem sjá eftir því að hafa farið snemma heim og misst af veilsunni sem var í boði.
Á Facebook síðu Match of the Day þá voru knattspyrnuaðdáendur spurðir út í eigin reynslur þegar kom að því að yfirgefa völlinn snemma.
Þar komu upp margar afar athyglisverðar sögur og má sjá nokkur dæmi hér fyrir neðan.
Gaz Winstone: ,,Ég fór einu sinni heim í hálfleik. Ég kom snemma heim og kom að konunni minni í rúminu með bróður mínum.“
Simon Morley: ,,Á síðustu leiktíð, við vorum að tapa 3-0 gegn Sheffield United og strákurinn minn spurði hvort við ættum að fara heim. Það var 3-3 áður en við komum heim. Ég er stuðningsmaður Aston Villa og þetta er í fyrsta og síðasta skiptið sem ég fer snemma heim!“
Gareth Duffy: ,,Við ferðuðumst 700 kílómetra á leikinn. Við fórum á barinn í hálfleik þegar staðan var 3-0 fyrir þeim. Við misstum af fimm mörkum í seinni hálfleik og þau voru öll skoruð af hinu liðinu. Southampton 8-0 Sunderand.“
Matt Jones: ,,Að missa af sigurmarki Aguero voru stærstu mistök lífs míns. Ég hef verið ársmiðahafi í 20 ár.“