The Guardian á Englandi fullyrðir að Arsene Wenger sé maðurinn sem FC Bayern vill ráða til starfa.
Ralf Rangnick, hafnaði því að taka við Bayern en félagið vill ráða þjálfara út tímabilið. Niko Kovac, var rekinn eftir liðna helgi.
Bild segir að Bayern horfi til Erik ten Hag og Thomas Tuchel sem framtíðar stjóra, ekki er útilokað að félagið reyni að freista Jurgen Klopp, stjóra Liverpool.
Wenger hefur ekki verið í starfi í rúmt ár eftir að hafa stýrt Arsenal í 22 ár.
Wenger hefur sagt frá áhuga sínum að taka starf að sér og hann hefur staðfest áhuga sinn á starfinu hjá Bayern.