Hatem Ben Arfa gæti loksins verið að semja við nýtt félag eftir nokkra atvinnulausa mánuði.þ
Ben Arfa er 32 ára gamall en hann yfirgaf lið Rennes í Frakklandi eftir síðasta tímabil.
Hann hjálpaði liðinu að verða franskur bikarmeistari en af einhverjum ástæðum var samningur hans ekki framlengdur.
Tvö lið eru í viðræðum við Ben Arfa en bæði Nantes og Nice hafa áhuga á að fá hann.
Ben Arfa var frábær fyrir Nice árið 2015 áður en hann samdi við stórliðið Paris Saint-Germain þar sem lítið gekk upp.