fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Verður þetta byrjunarliðið sem Óskar Hrafn treystir á að komi Blikum á toppinn?

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 5. nóvember 2019 12:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er nýr maður sem ræður í græna hluta Kópavogs, Óskar Hrafn Þorvaldsson var ráðinn þjálfari Breiðabliks á dögunum. Hann hefur hafið störf og æfingar eru farnar af stað.

Árangur Óskar með Gróttu var magnaður, hugmyndafræði hans var á hreinu með liðið. Hann vildi spila ungum leikmönnum og spila sóknarsinnaðan leik, þar sem mikið er lagt upp úr því að spila boltanum úr vörninni og þar fram eftir götunum.

Óskar hefur nægan efnivið í Smáranum til að vinna með, hann ku svo reyna að fá bestu ungu leikmenn landsins til félagsins. Þannig bendir allt til þess að unglingalandsliðsmaðurinn, Róbert Orri Þorkelsson gangi í raðir Breiðabliks. Hann hefur gert það gott með Aftureldingu.

Anton Ari Einarsson er mættur í Kópavoginn frá Val og berst við Gunnleif Gunnleifsson um markvarðarstöðuna. Óvíst er hvað verður um Höskuld Gunnlaugsson og Alfons Sampsted, báðir voru á láni á liðnu tímabili en eru á mála hjá liðum í Svíþjóð.

Þá fór Andri Rafn Yeoman í nám á Ítalíu og ekki er öruggt hvort eða hvernig þáttaka hans verður á næstu leiktíð.

Viktor Kar Einarsson gæti spilað stærra hlutverk en á liðnu tímabili og Karl Friðleifur Gunnarsson, ungur hægri bakvörður gæti fengið stærri rullu.

Óskar spilaði mest 3-4-3 kerfið með Gróttu og gæti gert það áfram hjá Blikum. Gæti þetta orðið liðið sem Óskar Hrafn stillir fram á næstu leiktíð?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Í gær

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Í gær

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Í gær

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“