fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
433Sport

Þunnskipaður hópur Ólafs í Kaplakrika: Margir án samnings og nokkrir farnir

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 5. nóvember 2019 11:34

Ólafur Kristjánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikil vinna fram undan á skrifstofunni í Kaplakrika ef setja á saman lið sem berst um titla á næsta ári. Hópur liðsins nú þegar æfingar eru að fara af stað á nýjan leik, er þunnskipaður.

Ólafur Kristjánsson er á leið inn í sitt þriðja tímabil með FH, hann þarf að smíða nýjan leikmannahóp í þriðja sinn. Sögur um fjárhagsörðugleika og ósætti í leikmannahópnum hafa verið bornar á torg í hlaðvarpsþáttum, ekkert hefur fengið staðfest.

Ef hópur FH frá því í sumar er skoðaður eru aðeins tíu leikmenn eftir sem spiluðu eitthvað hlutverk á síðustu leiktíð. Cedric D´Ulivo , Halldór Orri Björnsson , Kristinn Steindórsson , Vignir Jóhannesson hafa alir yfirgefið félagið.

Davíð Þór Viðarsson hefur lagt skóna á hilluna og Pétur Viðarsson er sagður íhuga það sama. Atli Guðnason er samningslaus og hefur ekki gert upp hug sinn.

Gunnar Nielsen er samningslaus og gæti farið, Morten Beck Anderson er samningslaus. FH vill framlengja við hann, framherjinn raðaði inn mörkum í Krikanum, en óvíst er hvað gerist.

Þá er Þórir Jóhann Helgason, hinn ungi og efnilegi leikmaður án samning. Því eru aðeins tíu leikmenn eftir hjá FH sem spiluðu eitthvað hlutverk á síðustu leiktíð.

Svona gæti lið FH litið út en það vantar ellefta manninn til að geta sett saman ágætis byrjunarlið. Ljóst má vera að Ólafur og stjórn FH vinnur hörðum höndum að því að stækka hóp sinn. Yngri flokkar FH hafa ekki verið að skila inn góðum leikmönnum síðustu ár, sem gerir verkið enn erfiðara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Endrick á leið til Frakklands

Endrick á leið til Frakklands