Samband Zinedine Zidane, þjálfara Real Madrid og Gareth Bale er komið á endastöð. Ef marka má frétt AS í dag.
„Þrefaldur skolli“ er fyrirsögnin hjá AS og þar eru teiknuð upp þrjú stærstu vandamálin sem eiga sér stað á milli þeirra.
Fyrst er sú staðreynd að Bale ætlar að spila landsleiki með Wales til að komast á EM 2020. Hann hefur ekki spilað með Real Madrid síðustu vikur, það pirrar Zidane að hann ætli í verkefni landsliðsins.
Hann meiddist í síðasta verkefni landsliðsins. Þá er pirringur í herbúðum Madrid, með það að Bale tali ekki tungumálið. Á sex árum hefur Bale ekki nennt að leggja það á sig, að læra spænsku.
Þá er það ást Bale á golfi, hann vill frekar vera í golfi en nokkuð annað. Bale er kallaður „golfarinn“ á meðal leikmanna Real Madrid, það er það eina sem kemst að í huga hans.
Real Madrid vill losna við Bale í janúar en hann er dýrasti leikmaður í sögu félagsins, hann hefur ekki fundið taktinn eftir góða byrjuna.