Nicklas Bendtner, fyrrum framherji Arsenal er að gefa út ævisögu sína. Hún ætti að vera fróðleg enda líf Bendtner fullt af góðum sögum, hann er glaumgosi.
Bendtner fjallar um Mesut Özil, samherja sinn hjá Arsenal og segir að hann elski næturlífið, hann vilji djamma mikið og sé sjúkur í konur.
,,Özil kom frá Real Madrid og hann djammaði mikið, hann neitar því að sjálfsögðu í fjölmiðlum,“ skrifar Bendtner.
,,Á öðrum deig sínum hjá Arsenal, kom hann að ræða við mig. Hann sagðist hafa heyrt það að ég væri maðurinn sem vissi hvar besta næturlífið væri. Ég neitaði því ekki.“
,,Özil er djammari, fyrstu vikuna hans í London þá fórum við þrisvar út. Hann er ekkert brjálaður á djamminu, hann veit hvernig á að skemmta sér.“
,,Eins og svo margir, þá elskar hann konur. Það er ekki nokkur vafi á því.“