Massimiliano Allegri, fyrrum stjóri Juventus, ætti að reyna fyrir sér hjá Manchester United.
Þetta segir Fabio Capello, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, en Allegri leitar að nýju starfi þessa dagana.
Hann er orðaður við störfin hjá Arsenal, Bayern Munchen og United en aðeins Bayern er án stjóra þessa stundina.
,,Hann myndi henta Bayern Munchen vel en ég veit ekki hversu vinsælir Ítalir eru í Þýskalandi eftir Carlo Ancelotti,“ sagði Capello.
,,England er spennandi. Það gæti virkað vel og úrvalsdeildin er deild sem gerir þig betri. Ef ég væri Allegri þá færi ég til Manchester.“