Mario Balotelli, leikmaður Brescia, varð fyrir rasisma um helgina er liðið mætti Verona í efstu deild.
Nokkrir stuðningsmenn Verona voru með kynþáttaníð í garð Balotelli sem hótaði að ganga af velli eftir áreitið.
Luca Castellini, aðalmaðurinn hjá umdeildum stuðningsmannahóp Verona, hefur nú tjáð sig.
Castellini sér ekkert að því að nota orðið ‘negri’ og segir að Balotelli geti aldrei orðið alveg ítalskur þar sem hann sé dökkur á hörund.
,,Balotelli er ítalskur því hann er með ítalskan ríkisborgararétt en hann verður aldrei alveg ítalskur,“ sagði Castellini.
,,Við erum líka með svertingja í okkar liði sem skoraði og við klöppum fyrir honum.“
,,Er eitthvað vandamál við að nota n-orðið? Verð ég eftirsóttur því ég nota það orð?“
,,Balotelli er búinn sem knattspyrnumaður. Á næsta ári þá reynir hann fyrir sér í sjónvarpi og verður fyrsta konan til að gera það.„