Jose Mourinho, fyrrum stjóri Manchester United, stöðvaði tvö risaskipti til félagsins á síðasta ári.
Frá þessu greina enskir miðlar en Mourinho var rekinn frá United í desember og tók Ole Gunnar Solskjær við.
Manchester Evening News greinir frá því að Mourinho hafi stöðvað varaformanninn Ed Woodward í að reyna við Marco Verratti og Raphael Varane.
Woodward ætlaði að reyna að næla í þessa tvo leikmenn sem spila með Paris Saint-Germain og Real Madrid.
Mourinho sagði Woodward þó að einbeita sér að öðru en hann talid að það væri ómögulegt að fá tvímenningana.
United keypti þess í stað miðjumannin Fred frá Shakhtar og bakvörðinn Diogo Dalot frá Porto.