Andre Gomes, leikmaður Everton fór undir hnífinn í dag eftir að hafa brotnað á ökkla í gær. Atvikið var óhugnalegt.
Son Heung-min, leikmaður Tottenham braut þá á Gomes sem féll áfram og á Serge Aurier, Við höggið brotnaði ökkli hans illa.
Son fékk að líta rauða spjaldið, sem var umdeildur dómur. Fyrst um sinn ætlaði Martin Atkinson að gefa honum gult spjald, þegar hann sá ökkla Gomes, breytti hann í rautt.
Ljóst má vera að Gomes verði frá í fleiri, fleiri mánuði vegna meiðslanna. Son grét á vellinum eftir að hann sá ökkla Gomes.
Everton greinir frá því nú síðdegis að aðgerðin hafi heppnast vel og að Gomes muni ná fullum bata.