Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu var í London um helgina, þar var með í för Jorginho leikmaður Chelsea. Þeir eru miklir vinir frá gamalli tíð.
Emil lék með Hellas Verona á Ítalíu frá 2010 til 2016 og átti frábæra tíma hjá félaginu. Hjá Verona kynntist, Emil, Jorginho sem átti eftir að verða stórstjarna.. Jorginho kom ungur að árum til Verona frá Brasilíu en þrátt fyrir talsverðan aldursmun þá náðu hann og Emil afar vel saman hjá Verona.
Lífið lék þó ekki við Jorginho sem fékk lítið borgað og átti oft erfitt enda ungur að árum mættur í nýtt land, langt frá fjölskyldu og vinum. ,,Ég tók hann að mér í byrjun, ég gerði það. Hann kemur til Verona, fimmtán ára og er með 20 evrur á viku, hann býr hjá fjölskyldu. Hann er 15 ára, mér fannst erfitt að fara út tvítugur. Frá Brasilíu til Ítalíu,“ sagði Emil í þættinum hjá Snorra Björns í fyrra..
,,Ég kynnist honum þegar hann er 18 ára, þá hafði hann farið á láni í neðri deildir. Hann var byrjaður að æfa með okkur og mér fannst góður, hann er góður gaur. Ég sá hvað hann hafði mikinn metnað, ég byrjaði að hjálpa honum og taka hann að mér. Í fyrsta sinn sem ég bauð honum að koma heim, þá átti hann ekki pening fyrir interneti. Ég gaf honum netpunginn minn, þá gæti hann verið á netinu og talað við fjölskyldu sína í Brasilíu.“
,,Ég man ekki hvort ég hafi gefið honum pening líka, pældu í því. Þetta er ekki alltaf það sem þú heldur, atvinnumaður og fullt af peningum. Ég man að hann fékk ekki tækifæri og ég átti í góðu sambandi við þjálfarann. Ég bjó fyrir neðan hann og hann kallaði stundum á mig upp og við fórum yfir málin og ég sagði honum að Jorginho yrði að spila. Ég sagði honum að hann vær góður, leggur sig alltaf fram. Hann gaf honum sénsinn, hann var púaður í fyrstu tveimur leikjunum, var ekki nógu góður.“
Jorgnho var seldur til Napoli árð 2014 en í fyrra kepti Chelsea hann fyrir háa upphæð, hann er einn besti miðjumaður í heimi. ,,Síðan meikar hann það hjá okkur, er seldur til Napoli og stendur sig vel þar. Er svo seldur til Chelsea fyrir 45 milljónir evra og fær góðan pening til baka. Hann kom fyrir þremur eða fjórum árum til Íslands, tókum hringinn í kringum landið. Hann og konan hans komu og voru í tíu daga.“
Ása Reginsdóttir, eiginkona Emils birtir myndina á Instagram. Þar eru þau á hinum vinsæla Novikov stað í London. ,,Besti matur Lundùnarborgar borðaður með þessu besta fólki – fullkomið kombó ef þið spyrjið mig,“ skrifar hún meðal annars.