Cesar Azpilicueta, fyrirliði Chelsea, segir að myndbandstæknin VAR sé notuð vitlaust á Englandi.
Bakvörðurinn er alls ekki einn á því máli en Chelsea fékk á sig afar umdeilda vítaspyrnu í 2-1 sigri á Watford um helgina.
,,Við höfum oft fundað vegna VAR. Það er skjár á miðjum vellinum fyrir dómarann til að horfa á og fyrir hann að sjá hvort að um víti hafi verið að ræða eða ekki,“ sagði Azpilicueta.
,,Við erum ekki að nota þetta kerfi rétt, við erum ekki að hjálpa dómurunum á réttan hátt. Þeir eru mannlegir alveg eins og leikmenn.“
,,Við gerum mistök en af hverju ekki að nota þetta rétt? Það er minn punktur og við höfum séð þetta gert rétt. Það gæti hjálpað.“