AC Milan 1-2 Lazio
0-1 Ciro Immobile
1-1 Bastos(sjálfsmark)
1-2 Joaquin Correa
Það gengur ekkert hjá AC Milan á Ítalíu þrátt fyrir að hafa skipt um stjóra nýlega eftir erfiað byrjun.
Milan vann Spal 1-0 heima í síðustu umfeð en tapaði fyrir það gegn Roma og gerði jafntefli við Lecce.
Annað tap var á boðstólnum fyrir stuðningsmenn liðsins í kvöld er Lazio kom í heimsókn á San Siro.
Lazio vann 2-1 útisigur gegn Milan og lyfti sér upp í fjórða sæti deildarinnar.
Milan er í 11. sætinu með aðeins 13 stig eftir 11 leiki. Liðið er 16 stigum á eftir toppliði Juventus.