Jose Mourinho, fyrrum stjóri Chelsea og Manchester United, er líklegur arftaki Niko Kovac hjá Bayern Munchen.
Kovac var rekinn frá Bayern í kvöld eftir í raun skammarlegt 5-1 tap gegn Frankfurt um helgina.
Stjórn Bayern fékk nóg eftir það tap en Bayern situr í 4. sæti þýsku Bundesligunnar.
Blaðamaðurinn Tancredi Palmeri segir að Mourinho hafi verið að læra þýsku tvo klukkutíma á dag síðustu tvo mánuðina.
Það gefur í skyn að Mourinho vilji komast til Þýskalands og að hann sé að undirbúa sig fyrir starf þar í landi.
Hann hefur áður gert það gott í Portúgal, Englandi, Ítalíu og Spáni.
Niko Kovac is no more Bayern manager.
Meanwhile Mourinho has been studying german 2 hours everyday in last 2 months
— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) 3 November 2019