fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Segir að VAR hafi reynt að skemma fyrir Liverpool: ,,Þeir vildu ekki dæma markið“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 3. nóvember 2019 21:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chris Kamara, sérfræðingur Sky Sports, gagnrýndi VAR harkalega í dag eftir umdeilda ákvörðun um helgina.

Mark var tekið af Liverpool í 2-1 sigri á Aston Villa þar sem Roberto Firmino var sagður vera rangstæður.

Það er mjög umdeildur dómur og seir Kamara að einhver í VAR-herberginu hafi ekki viljað dæma markið gott og gilt.

,,Ég er ekki ánægður, ég skal vera 100 prósent hreinskilinn hérna,“ sagði Kamara við Sky Sports.

,,Að mínu mati þá bjuggu þeir þetta til, einhver í Stockley Park tók þessa ákvörðun og sá sami vildi ekki gefa markið. Það er mín skoðun.“

,,Þú þarft ekki tæknina til að sjá hvar hnéð á Tyrone Mings er, Firmino er réttstæður.“

,,Þú horfir á gulu línuna og svo er svört lína þarna líka. Þeir gerðu það – það segir þér að hann hafi verið réttstæður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann