Bayern Munchen í Þýskalandi er búið að reka knattspyrnustjóra sinn Niko Kovac. Þetta staðfesti félagið í kvöld.
Bayern tapaði 5-1 í Bundesligunni um helgina gegn Eintracht Frankfurt sem er fyrrum félag Króatans.
Kovac er 48 ára gamall en hann er fyrrum leikmaður Bayern og tók við liðinu í fyrra.
Honum tókst að vinna deildina rétt svo á sínu fyrsta tímabili en liðið hefur þó ekki verið sannfærandi.
Stjórn Bayern fundaði með Kovac eftir tap helgarinnar og ákvað að leysa hann af störfum.