Alfreð Finnbogason komst á blað fyrir lið Augsburg í kvöld sem mætti Schalke í efstu deild Þýskalands.
Alfreð er búinn að ná sér af meiðslum og spilaði allar mínúturnar er Augsburg tapaði 3-2.
Hann kom sínum mönnum í 2-1 á 60. mínútu en Alfreð skoraði markið af vítapunktinum.
Það dugði þó ekki til en Schalke skoraði tvö mörk eftir mark Alfreðs og vann að lokum 3-2.
Augsburg er í vandræðum í deildinni og er aðeins með einn sigur eftir fyrstu 10 leikina.