Heung-Min Son, leikmaður Tottenham, var hágrátandi í klefanum eftir 1-1 jafntefli við Everton í dag.
Son tæklaði Andre Gomes í leik dagsins sem varð til þess að sá síðarnefndi fótbrotnaði eftir að hafa lent illa á Serge Aurier.
Dele Alli, liðsfélagi Son, segir að vinur sinn sé sorgmæddur og að hann geti ekki hætt að gráta eftir atvikið.
,,Sonny er miður sín og hann er hágrátandi í klefanum en þetta er ekki honum að kenna,“ sagði Alli.
,,Sonny er ein besta manneskja sem þú getur kynnst. Hann getur varla lyft upp hausnum þarna inni.“