Mario Balotelli gekk af velli í dag er lið Brescia spilaði við Verona í ítölsku úrvalsdeildinni.
Balotelli ásakaði stuðningsmenn Verona um rasisma og þrumaði boltanum upp í stúku áður en hann gekk af velli í stutta stund.
Ivan Juric, stjóri Verona, segir þó að ekkert kynþáttaníð hafi átt sér stað og veit ekki hvað gerði Balotelli svo reiðan.
,,Ég veit ekki hvað kom Balotelli af stað, þið verðið að spyrja hann út í þetta,“ sagði Juric.
,,Ég óttast ekki að segja það að það átti ekkert kynþáttaníð sér stað í dag. Þeir gætu hafa baulað á hann eða gert grín að frábærum leikmanni en það var ekkert þarna, ekkert.“
,,Þið getið spurt hnan, það var ekkert þarna. Rasismi er ógeðslegur og ég verð sá fyrsti til að gagnrýna þá hegðun en það gerðist ekki hérna.“