Það fór fram Íslendingaslagur í Rússlandi í dag en boðið var upp á magnaðan leik í Krasnodar.
Heimamenn í Krasnodar tóku á móti FK Rostov og kom einn Íslendingur við sögu í 2-2 jafntefli.
Ragnar Sigurðsson kom inná sem varamaður hjá Rostov – Jón Guðni Fjóluson var á bekknum hjá Krasnodar og Björn Bergmann Sigurðsson var einnig ónotaður.
Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en staðan var 0-2 fyrir Rostov á 90. mínútu.
Krasnodar skoraði svo tvö mörk í uppbótartíma og tókst að tryggja ótrúlegt 2-2 jafntefli.