Mario Balotelli, leikmaður Brescia, labbaði af velli í dag er liðið mætti Verona.
Balotelli varð fyrir kynþáttafordómum á útivelli er Brescia tapaði leiknum 2-1.
Í seinni hálfleik þá fékk Balotelli nóg og sparkaði boltanum upp í stúku og ætlaði heim.
Leikmenn náðu þó að sannfæra Balotelli um að spila áfram og ákvað hann að gera það að lokum.
Framherjinn skoraði eina mark Brescia í leiknum en liðið tapaði 2-1.
Þetta má sjá hér.
Mario Balotelli responded to the racist chants by kicking the ball into the stands.
His teammates and match officials convinced the striker to remain on the pitch. pic.twitter.com/vvzuY7oBHZ
— ESPN FC (@ESPNFC) 3 November 2019