Andre Gomes, leikmaður Everton verður lengi frá keppni eftir að hafa brotnað illa á fæti í leik gegn Tottenham.
Heung-min Son leikmaður Tottenham braut þá á honum, hann grét þegar hann sá hvað kom fyrir Gomes.
Fyrst um sinn ætlaði dómari leiksins að gefa Son gula spjaldið, þegar hann sá löppina á Gomes þá breytti hann því í rautt.
Son var í rusli eftir atvikið en ljóst er að Gomes verður lengi frá.
Atvikið má sjá á mynd og myndbandi hér að neðan.
Andre Gomes injury #EVETOT pic.twitter.com/OX2OZHAW9m
— ? (@blitzchain) November 3, 2019