Richarlison, leikmaður Everton, segir að það sé ekki hægt að kenna Marco Silva, stjóra liðsins, um slæmt gengi.
Everton hefur verið í basli undanfarnar vikur og fær Gylfi Þór Sigurðsson ekki sæti í byrjunarliðinu.
Það er þó leikmönnum að kenna að sögn Richarlison frekar en þjálfaranum.
,,Nú er kominn tími á að skilja mennina og krakkana að. Þetta hefur verið erfitt en stjórinn getur ekki tekið á sig alla sökina,“ sagði Richarlison.
,,Þetta veltur á okkur sem erum á vellinum og við þurfum að taka ábyrgð á þessu.“
,,Við þurfum að sækja sigra. Þetta eru 11 leikmenn gegn 11 og stundum eru frammistöðurnar ekki nógu góðar.“
,,Við vitum af pressunni en við erum allir undir pressu.“