Crystal Palace 0-2 Leicester City
0-1 Caglar Soyuncu(57′)
0-2 Jamie Vardy(88′)
Leicester City vann ansi góðan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið heimsótti Crystal Palace.
Leicester vann 2-0 útisigur en bæði mörk liðsins voru skoruð í seinni hálfleiknum.
Caglar Soyuncu skoraði fyrra mark Leicester og bætti Jamie Vardy við því öðru undir lokin.
Leicester er nú í þriðja sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Manchester City sem er í því öðru.