Zlatan Ibrahimovic vill ganga í raðir Bologna á Ítalíu en þetta segir Walter Sabatini, yfirmaður knattspyrnumála félagsins.
Zlatan er líklega á förum frá LA Galaxy í Bandaríkjunum og er orðaður við hin og þessi lið í dag.
,,Ibrahimovic vill koma til okkar vegna sambandsins við Sinisa Mihajlovic,“ sagði Sabatini en Mihajlovic er þjálfari liðsins.
,,Það er ekki ómögulegt. Við getum gert þetta og ef það gerist þá er það vegna sambands þeirra.“
,,Ibra vill hjálpa Mihajlovic. Við munum gera allt sem við getum til að láta þessa klikkun gerast.“