Kiko Casilla, markvörður Leeds United, er mögulega á leið í 12 leikja bann samkvæmt enskum miðlum.
Enska knattspyrnusambandið rannsakar nú mál sem kom upp þegar Leeds spilaði við Charlton.
Casilla er ásakaður um að hafa verið með kynþáttafordóma í garð ungstirnsins Jonathan Leko hjá Charlton.
Dómari leiksins, John Brooks, heyrði víst hvað Casilla sagði við Leko og lét sambandið vita.
Ekki er gefið upp hvað Casilla sagði nákvæmlega við Leko en hann á yfir höfði sér langt bann.
Casilla er 33 ára gamall markmaður en hann kom til Leeds frá Real Madrid.