Yaya Toure, goðsögn Manchester City, hefur undanfarna mánuði spilað í næst efstu deild í Kína.
Toure er 36 ára gamall í dag en hann hefur leikið með Qingdao Huanghai og hjálpaði liðinu að komast upp í efstu deild.
Hann lék líklega sinn síðasta leik fyrir Qingdao í gær er liðið tapaði 1-2 fyrir Nantong Zhiyun.
Toure endaði tímabilið heldur skrautlega en hann fékk rautt spjald eftir aðeins 10 sekúndur!
Toure sparkaði í leikmann án bolta og var rekinn af velli er hans lið tapaði 1-2 heima.
Þetta má sjá hér.
In the last match of the season, Yaya Toure was sent off just 10 seconds into the game due to a retaliatory kick. Qingdao Huanghai, having secured promotion, were beaten by Nantong Zhiyun in front of home fans. It might be the last moment of the 36-year-old midfielder in China. pic.twitter.com/CU2SSF2bBz
— Titan Sports Plus (@titan_plus) 2 November 2019