Granit Xhaka, leikmaður Arsenal, mun yfirgefa félagið í janúar að mati fyrrum leikmanns liðsins, Charlie Nicholas.
Xhaka sagði stuðningsmönnum að fara til fjandans um síðustu helgi eftir að baulað var á hann í 2-2 jafntefli við Crystal Palace.
,,Leikmenn geta ekki hagað sér svona, það er svo einfalt. Stuðningsmenn borga fyrir þetta og þeir vilja meira,“ sagði Nicholas.
,,Þeir eru komnir með nóg því síðustu fjögur tímabil hafa þeir horft á ágæta frammistöðu.“
,,Nú þurfa eigendurnir að taka ákvörðun því stuðningsmenn eru á móti honum og ég held að hann fari í janúar.“