Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að hann hafi mögulega valið vitlaust byrjunarlið í gær.
United heimsótti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni en þurfti að sætta sig við 1-0 tap.
,,Við erum vonsviknir. Þegar þú heimsækir svona staði þá þarftu að stjórna leiknum,“ sagði Solskjær.
,,Við byrjuðum vel fyrstu 15 mínúturnar en það vantaði upp á gæðin og við gátum ekki skorað.“
,,Kannski hefði ég átt að byrja með aðra leikmenn, hver veit?“