Torino 0-1 Juventus
0-1 Matthijs de Ligt
Það fór fram grannaslagur í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld en Juventus og Torino áttust þá við.
Leikið var á heimavelli Torino að þessu sinni en það voru meistararnir sem höfðu betur í viðureigninni.
Það var spenna í leiknum en aðeins eitt mark var skorað og það gerði Matthijs de Ligt fyrir gestina.
Þetta var fyrsta mark De Ligt fyrir Juventus en hann kom til félagsins í sumar.