Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er enginn aðdáandi VAR á Englandi sem hefur alls ekki þótt virka vel í haust.
VAR kom við sögu er Liverpool vann 2-1 sigur á Aston Villa og var mark tekið af gestaliðinu eftir að Roberto Firmino var dæmdur rangstæður.
Sá dómur var heldur tæpur en talað er um að handakrikinn á Firmino hafi verið fyrir innan.
,,Það er ekki rétt að sitja hérna og tala um VAR og allir vilja fara að hlæja,“ sagði Klopp.
,,Við eigum eki að hlæja að þessu – þetta er of alvarlegt. Stjórar fá sparkið fyrir að tapa leikjum.“
,,Ég vil ekki gera þetta stærra en það er en við verðum að sjá til þess að kerfið hjálpi leiknum frekar en að skapa rugling.“