Í kvöld átti að fara fram leikur Nimes og Rennes en þessi lið leika í efstu deild Frakklands.
Bæði lið hafa verið í vandræðum á leiktíðinni en Nimes er á botninum með aðeins 11 stig eftir 11 leiki.
Það var ákveðið að fresta leiknum í kvöld en rigningin á heimavelli Nimes var einfaldlega of mikil.
Veðrið er ansi slæmt þessa stundina og ákvað dómari leiksins að betra og öruggara yrði að spila á öðrum tíma.
Leikurinn mun heldur ekki fara fram á morgun en það á eftir að ákveða dagsetningu.
Hér má sjá brot af hvernig völlurinn leit út í kvöld.
These were the conditions in the warm-up that led to Nîmes vs Rennes being cancelled tonight. pic.twitter.com/5CokhAbZXe
— Get French Football News (@GFFN) 2 November 2019