Barcelona tapaði sínum þriðja deildarleik á þessu tímabili í dag er liðið mætti Levante.
Börsungar komust yfir á útivelli í dag er Lionel Messi skoraði úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik.
Staðan var 0-1 í leikhléi en Levante tók yfir í þeim seinni og skoraði þrjú mörk á meistarana.
Mörk Levante komu öll á aðeins átta mínútum og lyfti liðið sér upp í 8. sæti deildarinnar.
Barcelona er með 22 stig á toppnum en Real Madrid getur komist þanhgað með sigri á Real Betis seinna í kvöld.