Bayern Munchen fékk svo sannarlega skell í þýsku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Frankfurt.
Bayern lenti í veseni strax á 9. mínútu er Jerome Boateng fékk að líta beint rautt spjald.
Frankfurt nýtti sér það og var komið í 2-0 eftir 33 mínútur áður en Robert Lewandowski skoraði fyrir gestina.
Frankfurt bætti svo við þremur mörkum í seinni hálfleik og fagnaði að lokum 5-1 sigri gegn meisturunum.
Bayern er nú í fjórða sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði Gladbach.