Guðlaugur Victor Pálsson komst á blað fyrir lið Darmstadt í dag sem mætti Greuther Furth.
Um var að ræða leik í þýsku B-deildinni en Darmstadt þurfti að sætta sig við 3-1 útitap.
Guðlaugur skoraði eina mark Darmstadt undir lok leiksins en liðið er aðeins fimm stigum frá fallsæti eftir 12 umferðir.
Kjartan Henry Finnbogason skoraði þá í Danmörku en hann leikur með Vejle í næst efstu deild.
Kjartan og félagar unnu 4-0 sigur á F. Amager og skoraði okkar maður annar mark leiksins.
Hann er markahæsti leikmaður deildarinnar með 11 mörk en næstu menn eru aðeins með sjö.