fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Kjartan Henry skorar mun meira en aðrir – Guðlaugur Victor komst á blað

Victor Pálsson
Laugardaginn 2. nóvember 2019 17:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Victor Pálsson komst á blað fyrir lið Darmstadt í dag sem mætti Greuther Furth.

Um var að ræða leik í þýsku B-deildinni en Darmstadt þurfti að sætta sig við 3-1 útitap.

Guðlaugur skoraði eina mark Darmstadt undir lok leiksins en liðið er aðeins fimm stigum frá fallsæti eftir 12 umferðir.

Kjartan Henry Finnbogason skoraði þá í Danmörku en hann leikur með Vejle í næst efstu deild.

Kjartan og félagar unnu 4-0 sigur á F. Amager og skoraði okkar maður annar mark leiksins.

Hann er markahæsti leikmaður deildarinnar með 11 mörk en næstu menn eru aðeins með sjö.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann