Leikmenn Barcelona voru tilbúnir að taka á sig launalækkun til að tryggja endurkomu Neymar í sumar.
Gerard Pique, leikmaður Barcelona, staðfesti það en Neymar reyndi mikið að yfirgefa Paris Saint-Germain.
Barcelona átti þó ekki efni á leikmanninum að lokum sem kostaði PSG 200 punda milljónir fyrir tveimur árum.
,,Það getur allt gerst í fótboltanum. Það sem hefur verið sagt um að hann vilji snúa aftur er sannleikurinn,“ sagði Pique.
,,Við sögðum forsetanum að ef við gætum hjálpað með að taka á okkur launalækkun þá myndum við gera það.“