

Lið Servette FC í Sviss liggur undir mikilli gagnrýni þessa stundina eftir færslu sem birt var á netið í gær.
Servette reynir að fá fleira fólk til að kaupa miða á heimaleik liðsins við Young Boys um helgina.
Stjórn félagsins ákvað að nota klámsíðuna Pornhub til að auglýsa miða áður en færslunni var hent út.
Þar mátti sjá léttklædda konu labba upp stiga en í bakgrunni er einmitt merki svissnenska liðsins.
Talsmaður félagsins segir þó að flestum finnist aðferðin fyndin frekar en óþægileg eða dónaleg.
Það er þó líklegt að félagið fái refsingu frá svissnenska knattspyrnusambandinu fyrir þetta bragð.
