

Það ríkir mikil sorg í Jamaíka þessa stundina en hin tvítuga Tarania Clarke er látin aðeins 20 ára gömul.
Clarke var mikilvægur hluti af kvennalandsliði Jamaíka og spilaði síðasta landsleik gegn Kúbu þann 30. september.
Hún lék með liði Waterhouseí heimalandinu og var fyrirliði liðsins. Hún var stungin til bana fyrir helgi.
Greint er frá því að Clarke hafi rifist við aðra konu um farsíma sem endaði með hnífstungu.
Atvikið átti sér stað á fimmtudagskvöld en Clarke var flutt á spítala þar sem hún var úrskurðuð látin.
Clarke hefði flutt til Bandaríkjanna í janúar en hún var búin að fá inngöngu í skólann Daytona University í Flórída.