Mesut Özil, leikmaður Arsenal, verður í leikmannnahóp liðsins í dag gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni.
Þetta staðfesti Unai Emery, stjóri liðsins, í gær en Özil fékk loksins að spila í miðri viku.
Hann stóð sig þá vel í 5-5 jafntefli við Liverpool í deildarbikarnum eftir örfáar mínútur fyrr á tímabilinu.
Özil mun taka þátt í leiknum í dag en hvort hann byrji eða ekki verður að koma í ljós.
Emery staðfesti einnig að fyrirliði liðsins, Granit Xhaka, yrði ekki með eftir vandræði síðustu helgar.
Xhaka hefur beðist afsökunar á hegðun sinni í 2-2 jafntefli við Crystal Palace en hann sagði stuðningsmönnum á meðal annars að fara til fjandans.