Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, segir að hann þurfi ekki að sannfæra Gareth Bale um að vera áfram hjá félaginu.
Bale var orðaður við brottför í allt sumar og nú undanfarið hafa þær sögusagnir farið af stað á ný.
Zidane hefur þó engar áhyggjur af vængmanninum sem er að glíma við meiðsli þessa stundina.
,,Þessar sögusagnir tilheyra fortíðinni. Hann spilar hér og er að æfa hægt og rólega,“ sagði Zidane.
,,Við stöndum með honum til að komast aftur í liðið. Meira var það ekki.“
,,Ég þarf ekki að gera neitt. Ég þarf ekki að sannfæra hann þvó hann er hér. Hann æfir, hann er ekki leikfær en spilar fyrir Real Madrid.“