Paris Saint-Germain tapaði óvænt í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti Dijon.
Rúnar Alex Rúnarsson leikur með Dijon en hann sat allan tímann á varamannabekknum í kvöld.
Kylian Mbappe kom PSG yfir snemma leiks og var útlitið strax orðið bjart fyrir frönsku meistarana.
Dijon skoraði þó tvö mörk eftir mark Mbappe og náði að halda þeirri forystu út þar til flautað var til leiksloka.
PSG var að tapa sínum þriðja leik á tímabilinu en er þrátt fyrir það á toppnum með átta stiga forystu.
Dijon var fyrir leikinn í neðsta sætinu með aðeins níu stig og er sigurinn því afar stór.